Súpan sem þykir algjört sælgæti

Súpur eru hinn fullkomni sumarmatur enda fátt betra en silkimjúk og flugbeitt bragðsamsetning sem yljar kroppnum og gælir við bragðlaukana.

Súpan sem þykir algjört sælgæti

Uppskrift fyrir tvo

  • 250 g þorskur
  • börkur af 1 sítrónu
  • 4 g fínsaxað chili
  • 3 hvítlauksgeirar
  • olía
  • salt
  • 1 fínsaxaður laukur
  • 100 g saxaður blaðlaukur
  • 8 soðnar og skornar kartöflur
  • 200 ml hvítvín
  • 1 l vatn
  • 1 teningur fiskikraftur
  • 400 ml kókosmjólk
  • 6 g karrí
  • 2 stilkar sítrónugras
  • 2 fínsaxaðir hvítlauksgeirar
  • safi úr 1 límónu
  • saxaður graslaukur

Aðferð

Fiskur

  1. Skerið fisk í jafna bita.
  2. Veltið upp úr 3 msk. af olíu og stráið sítrónuberki, chili og 1 söxuðum hvítlauksgeira yfir.

Súpa

  1. Hitið olíu í potti og bætið lauk út í.
  2. Setjið blaðlauk, kartöflur, tvo saxaða hvítlauksgeira, sítrónugras og karrí í pottinn.
  3. Setjið hvítvín, vatn og fiskikraft út í og sjóðið niður. 
  4. Bætið kókosmjólk út í.
  5. Setjið fiskinn í súpuna og sjóðið í 10 mín. 
  6. Bætið límónusafa og graslauk í súpuna.
  7. Fjarlægið sítrónugrassstöngla.
  8. Saltið eftir smekk.
  9. Berið fram með söxuðum graslauk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert