Svona eru eftirréttirnir á Monkey's

Oriental ostakaka: Mangó og ástaraldin ostakaka með kókosbotn, kókosís og …
Oriental ostakaka: Mangó og ástaraldin ostakaka með kókosbotn, kókosís og ferskum ávöxtum. Kristinn Magnússon

Það virðist ekkert lát á opnun spennandi veitingastaða hér á landi og nú í júlí verður Monkey's opnaður í húsnæðinu sem kennt er við Skelfiskmarkaðinn.

Staðurinn mun bjóða upp á japanska og perúvíska matargerð; svokallaða nikkei-matreiðslu, sem á uppruna að rekja til seinni hlutar 19. aldar.

Um er að ræða samruna japanskrar og perúskrar matargerðar sem hófst þegar japanskir innflytjendur byrjuðu að setjast að í Perú um 1860 en þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei-matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matarhefð, svo sem virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda.

Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt. Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri matarmenningu Japana ásamt afburðafersku hráefni, blandað kryddtöfrum Perú. 

Það er engin önnur en Ólöf Ólafsdóttir sem á heiðurinn af glæsilegum eftirréttaseðli staðarins og við kíktum í heimsókn á dögunum og fengum að bragða á dásemdunum, sem við getum staðfest að eru stórkostlegar á bragðið. Það er því ljóst að matgæðingar eiga veislu í vændum þegar Monkey's verður opnaður á næstu vikum.

Monkeys mandarína: Mandarínu og tonkabauna mousse, þurrkuð súkkulaðikaka ásamt yuzu …
Monkeys mandarína: Mandarínu og tonkabauna mousse, þurrkuð súkkulaðikaka ásamt yuzu sykurpúða. Kristinn Magnússon
Súkkulaði og saltkaramellu: Súkkulaði brownie með pistasíum, kristalað dökkt súkkulaði, …
Súkkulaði og saltkaramellu: Súkkulaði brownie með pistasíum, kristalað dökkt súkkulaði, kakókexi, saltkaramellu og vanilluís. Kristinn Magnússon
Basil og jarðaber: Basil og lime mousse með ferskum jarðaberjum …
Basil og jarðaber: Basil og lime mousse með ferskum jarðaberjum ásamt yuzu froðu og jarðaberja gelato. Kristinn Magnússon
Andreas, Sveinn, Viktor, Bjarki, Ólöf og Snorri sjá um að …
Andreas, Sveinn, Viktor, Bjarki, Ólöf og Snorri sjá um að galdra fram guðaveigar og gómsætan mat í eldhúsi Monkey´s. Kristinn Magnússon
Rumble In The Rainforest: Monkeys romm, kaffi, ástaraldin, kókos og …
Rumble In The Rainforest: Monkeys romm, kaffi, ástaraldin, kókos og lime. Kristinn Magnússon
Aji margarita: Aji pipar legið Don Julio tequila, apríkósu brandí …
Aji margarita: Aji pipar legið Don Julio tequila, apríkósu brandí ásamt agave og lime. Kristinn Magnússon
Bananadrama: Monkeys romm með bönunum, madeireira, hrásykri og lime
Bananadrama: Monkeys romm með bönunum, madeireira, hrásykri og lime Kristinn Magnússon
mbl.is