Andri mun sýna meistaratakta í kvöld

Andri Pétursson.
Andri Pétursson. Ljósmynd/Sjáland

Einn fremsti barþjónn landsins, Andri Pétursson, mun hrista fram drykki á kokteilkvöldi Sjálands í kvöld, en Andri þykir með þeim ævintýralegri í bransanum og er sérlega flinkur við að nýta hráefni úr náttúru landsins.

Að sögn Andra er seðillinn byggður á íslenskum jurtum sem eru í blóma akkúrat núna. „Má þar nefna blágresi, rabarbara, túnfífil, kerfil, hvönn og greni. Sem dæmi þá er bragð af hráefni eins og greni töluvert öðruvísi yfir sumartímann en á veturna. Á þessum árstíma er grenið að stækka og myndar nýja sprota fremst á greinunum. Þessir sprotar eru algjört lostæti enda súrir og beiskir og meira að segja stútfullir af C-vítamínum,“ segir Andri, en meðal þess sem hann notar er sogrör úr kerfli, síróp úr rauð- og blágreni svo fátt eitt sé nefnt.

Okkar uppáhalds DJ Dóra Júlía mun síðan sjá til þess að tónlistin sé upp á tíu, þannig að ef það á að gera sér glatt kvöld liggur leiðin nokkuð augljóslega til Sjálands.  

Ljósmynd/Sjáland
DJ Dóra Júlía.
DJ Dóra Júlía. Ljósmynd/Sjáland
Ljósmynd/Sjáland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert