Bíræfinn þjófur rændi grillmat af grilli

Hjón í miðbænum segja farir sínar ekki sléttar eftir að bífræfinn mávur mætti í garðinn til þeirra á dögunum og rændi matnum sem átti að fara á grillið.

Að sögn hjónanna gerðist þetta öllum að óvörum en hjónin grilla að meðaltali nokkrum sinnum í viku. Þau hafi skilið hamborgarana sem áttu að fara á gillið eftir úti við hliðina á grillinu ásamt brauðinu. Mávurinn hafi boðið sér sjálfur í partíið og þegar húsráðendur urðu hans varir var hann þegar búinn að hesthúsa heilan hráan hamborgara.

Hjónin fældu mávinn í burtu og báru sig nokkuð aumlega eftir þessa óvæntu uppákomu. Eru landsmenn hér með varaðir við að skilja mat eftir utandyra. Hér eru kannski ekki rándýr á ferðinni en mávarnir kunna greinilega gott að meta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert