Kaffivélin sem ferðalangar elska á dúndurtilboði

Ljósmynd/Wacaco

Við höfum áður skrifað frétt um Wacaco-ferðaespressóvélina sem tryggir að þú fáir þinn heilaga bolla hvar sem þú ert á landinu.

Við rákumst jafnframt á að gripurinn er á dúndurtilboði inni á Heimkaupum en sem einlægir aðdáendur góðra tilboða gátum við ekki látið þetta fram hjá okkur fara.

Í vélina eru notuð hylki sambærileg nespresso-hylkjunum og hægt að fá fjölda aukahluta með eins og tösku og aukabolla. Snilldaruppfinning í alla staði og bráðnauðsynleg í feðalagið.

Hægt er að nálgast gripinn HÉR.

Ljósmynd/Heimkaup
mbl.is