Mexíkósk stórveisla með kóríandersalsa og chipotle sósu

Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Hér erum við með hreinræktaða keppnis uppskrift að mexóskum hætti. Við erum vön að fá okkur nautahakk eða kjúkling með taco en prófið að kaupa lambasteik og skera niður. Það verður vel þess virði. 

Lamba-tacos með kóríandersalsa

Kóríandersalsa

  • 2 hnefafylli kóríander, skorinn smátt
  • 1 hnefafylli steinselja, skorin smátt
  • 1 lítill hvítlauksgeiri, saxaður smátt
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 2-3 tsk. dijon-sinnep
  • 30 g kapers, skolað og saxað smátt
  • ½ til 1 tsk. sítrónubörkur, rifinn smátt
  • 200 ml ólífuolía
  • 1-2 tsk. rauðvínsedik

Sýrður rauðlaukur með jalapeno-pipar

  • 240 ml eplaedik
  • 160 ml vatn
  • 2 msk. sykur
  • 1 msk. sinnepsfræ
  • ½ tsk. kumminfræ
  • 2 rauðlaukar, skornir í þunnar sneiðar
  • 1 jalapeno, skorinn í þunnar sneiðar

Chipotle-sósa

  • 150 g majónes
  • 2 tsk. chipotle-mauk
  • 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt

Lamba-tacos

  • 450-500 g lambamínútusteik
  • u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt
  • u.þ.b. ¼ tsk. svartur pipar, nýmalaður
  • olía, til steikingar
  • 8-12 litlar tortillakökur
  • 1 uppskrift kóríandersalsa
  • 1 uppskrift sýrður rauðlaukur
  • 1 uppskrift chipotle-sósa
  • 1 límóna, skorin í báta

Kóríandersalsa

  1. Setjið eplaedik, vatn, sykur, sinnepsfræ og kumminfræ í lítinn pott á miðlungsháan hita.
  2. Komið upp að suðu og látið malla þar til allur sykurinn er uppleystur.
  3. Takið af hitanum og látið kólna örlítið.
  4. Setjið lauk og jalapeno saman í hitaþolna og sótthreinsaða krukku sem rúmar u.þ.b. 400 ml.
  5. Hellið edikleginum yfir, passið að hann fljóti vel yfir.
  6. Lokið krukkunni og kælið þar til fyrir notkun.

Sýrður rauðlaukur með jalapeno-pipar

  1. Setjið eplaedik, vatn, sykur, sinnepsfræ og kumminfræ í lítinn pott á miðlungsháan hita.
  2. Komið upp að suðu og látið malla þar til allur sykurinn er uppleystur.
  3. Takið af hitanum og látið kólna örlítið.
  4. Setjið lauk og jalapeno saman í hitaþolna og sótthreinsaða krukku sem rúmar u.þ.b. 400 ml.
  5. Hellið edikleginum yfir, passið að hann fljóti vel yfir.
  6. Lokið krukkunni og kælið þar til fyrir notkun.

Chipotle-sósa

  1. Setjið allt hráefni saman í blandara og maukið í u.þ.b. 1 mín. eða þar til sósan er slétt.
  2. Setjið í litla skál og kælið þar til fyrir notkun.

Lamba-tacos

  1. Þerrið kjötið og sáldrið salti og pipar yfir.
  2. Hitið pönnu eða grillpönnu og hafið á háum hita.
  3. Steikið kjötið í u.þ.b. 1 mín. á hvorri hlið.
  4. Takið af hitanum og setjið á bretti. Látið kjötið hvíla í 5 mín. og skerið það því næst niður í þunnar sneiðar.
  5. Steikið tortillakökurnar á þurri pönnu í u.þ.b. 30 sek. á hvorri hlið.
  6. Setjið kóríandersalsa, skorið lambakjöt, sýrðan rauðlauk og chipotle-sósu á tortillakökurnar og kreistið límónusafa yfir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert