Tíu heitustu kokteilbarirnir í Köben

Það eru marga flotta kokteilbari að finna í Kaupmannahöfn.
Það eru marga flotta kokteilbari að finna í Kaupmannahöfn. mbl.is/Bar Next Door

Landinn er farinn að renna sér í gegnum fríhöfnina og stökkva upp í næstu flugvél í leit að nýjum ævintýrum. Einn af vinsælustu áfangastöðum Íslendinga er Kaupmannahöfn og hér eru tíu heitustu kokteilbarirnir fyrir þyrsta ferðalanga.

Bar Next Door
Í hjarta Nørrebro finnur þú Bar Next Door, með góðum kokteilum og æðislegu útsýni sem skemmir ekki upplifunina. Sjá nánar HÉR.

Duck and Cover
Hér er róleg og afslöppuð stemning, þar sem tilvalið er að hlaða batteríin með ískaldan kokteil við hönd. Sjá nánar HÉR.

Noho
Í allri matarmenningarflórunni sem finna má í Kødbyen er Noho einn af þeim sem vert er að heimsækja. Barinn sjálfur er lýstur upp með bleikum neonljósum og býður upp á breitt úrval af drykkjum. Sjá nánar HÉR.

Brønnum
Bar með sögu! Brønnum er til húsa í sögulegu rými þar sem kaffihús, barir og veitingahús hafa staðið síðustu 125 árin. Þetta er staðurinn þar sem tónlistarfólk og frægir rata inn – og sagan segir að H.C. Andersen hafi verið einn af þeim sem sóttu staðinn áður fyrr. Sjá nánar HÉR.  

Ruby
Heimilisleg stemning á heimsklassabar með útsýni yfir höfnina – þar sem þú finnur einnig útirými í bakgarðinum. Sjá nánar HÉR.

Dahl og Dahl
Hér er staður sem enginn fer þyrstur út frá, enda er kokteilaseðillinn með þeim flottustu í bænum og staðurinn sjálfur iðar af huggulegheitum. Sjá nánar HÉR.

Curfew
Það má víst ekki gleyma þessum stað hér – sem þekktastur er fyrir elegant díteila í innréttingum. Staðurinn var opnaður aftur eftir endurbætur í júnímánuði. Sjá nánar HÉR.

Lidkoeb
Í bakgarði við Vesterbrogade er Lidkoeb að finna. Róleg stemning og stór bakgarður til að njóta á meðan veður leyfir. Sjá nánar HÉR.

Móshú
Nýr og spennandi staður með asísku ívafi. Hér er ekki vitlaust að bóka borð þar sem aðsóknin er það mikil. Sjá nánar HÉR.

Salon 39
Á horninu á Frederiksberg finnurðu Salon 39. Hér eru franskir smáréttir á matseðli og kokteilar í lítravís. Sjá nánar HÉR.

Noho er einn vinsælasti barinn í Köben þessi dægrin og …
Noho er einn vinsælasti barinn í Köben þessi dægrin og það ekki að ástæðulausu. mbl.is/Noho
mbl.is