Hvort á að nota saltað eða ósaltað smjör?

Er mikill munur á að nota saltað eða ósaltað smjör …
Er mikill munur á að nota saltað eða ósaltað smjör í bakstur? Mbl.is/Christopher Testani

Þegar uppskriftir kalla á ósaltað smjör (eins og flestallar gera), hversu mikilvægt er þá að halda sig við handritið? Það er engin önnur en bakstursdrottningin Martha Stewart sem svarar þessari spurningu fyrir okkur.

Hvað gerist ef við notum saltað smjör í stað ósaltaðs, ef það er það eina sem við höfum undir höndunum? Saltað smjör er frábært ofan á ristað brauð, með gufusoðnum kartöflum eða brætt yfir poppkorn. En þegar kemur að bakstri, þá skiptir hvert innihaldsefni máli, jafnvel meira en í annarri eldamennsku. Það er einhvers konar efnafræðilegt ferli þegar allt kemur til alls og eiginleikar hvers og eins hráefnis smella saman.

Samkvæmt Mörtu Stewart er kjarni málsins að fara eftir tilmælum og halda sig við smjörið sem gefið er upp í uppskriftinni. Við eigum að treysta því að viðkomandi aðili sem þróaði uppskriftina, hafi gert prófanir og smakkað sig áfram hvað varðar saltmagn og smjör. Það finnast uppskriftir sem eru sérstaklega þróaðar með saltað smjör í huga, t.d. brúnar smjörkökur – þar sem uppskriftirnar innihalda oftar en ekki fá hráefni, og eru sérstaklega hugsaðar þannig að saltið í smjörinu skíni í gegn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert