Ekki henda bestu þrifblöndunni í ruslið

Eldhúsið gæti verið fullt af bestu efnunum til að þrífa …
Eldhúsið gæti verið fullt af bestu efnunum til að þrífa vaskinn þinn. mbl.is/

Þegar hráefni gerir góða hluti í matargerðinni og nýtist þér einnig í þrif – þá ertu að fá mikið fyrir peninginn.

Þetta húsráð skaltu leggja á minnið og aldrei gleyma. Því mögulega er hér um bestu þrifaðferð að ræða er kemur að eldhúsvaskinum. Næst þegar þú notar sítrónu eða lime í matargerð, skaltu ekki henda ávextinum þó að allur safinn sé kreistur bak og burt. Stráðu salti yfir sárið á sítrusinum og nuddaðu vaskinn með honum. Saltið hreinsar alla bletti og óhreinindi og sítrusinn skilur eftir góðan ilm. Svo einfalt – en hreinasta snilld!

Sítrusávextir, lime og sítróna, eru frábærir ávextir til að nota …
Sítrusávextir, lime og sítróna, eru frábærir ávextir til að nota í þrif. mbl.is/
mbl.is