Tilgangslaus eldhúsgræja eða tímalaus snilld?

Hér erum við hreint ekki viss. Er þetta algjör snilld eða ein sú mesta vitleysa sem sögur fara af?

Við erum að tala um rafmagnsskrælara sem ansi margir fullyrða að sé algjör skyldueign. Kannski er þetta afar snjallt fyrir þá sem hafa takmarkaðan handstyrk en þess má jafnframt geta að græjan er fögur og það skiptir nú líka máli.

mbl.is