Bjóða upp á gistingu í ísbíl

Sjá þennan geggjaða ísbíl! Það væri draumi líkast að fá …
Sjá þennan geggjaða ísbíl! Það væri draumi líkast að fá að gista hér. Mbl.is/booking.com

Hvað með að gista á stað sem innra barnið þitt hefur alltaf dreymt um að gera – í ísbíl. Nú er tækifærið! Ferðavefurinn Booking.com, gefur notendum tækifæri á að bóka einnar nætur dvöl fyrir tvo í ísbíl í miðri New York-borg. Og tilefnið er alls ekki að ástæðulausu, því alþjóðlegi ísdagurinn er hinn 18. júlí nk.

Hér munu gestir ekki sitja auðum höndum, því ísbíllinn er fullur af íspinnum ásamt sjeikvél og nóg af mulningi og góðgæti til að skreyta ísblöndurnar sínar. Ísbílnum fylgir einnig túr í helstu ísbúðir í miðbæ Manhattan, miðar á ís-safn og fleira. Tilboðið er þó eingöngu í takmarkaðan tíma, eða dagana 17. og 18. júlí – en það er ekki þar með sagt að við getum ekki látið okkur dreyma, því það er aldrei að vita nema fleiri fyrirtæki taki upp á öðru eins hér heima.

Mbl.is/booking.com
Mbl.is/booking.com
mbl.is