22 vagnar á Götubitahátíð Íslands

Frá hátíðinni á síðasta ári þegar Silli kokkur vann.
Frá hátíðinni á síðasta ári þegar Silli kokkur vann.

Götubitahátíð Íslands 2021 verður haldin í Hljómskálagarðinum um helgina, dagana 17. og 18. júlí.

Einnig fer fram götubitakeppni, „European Street Food Awards“, sem aðstandendur hátíðarinnar fullyrða að sé sú stærsta í heimi. Fer keppnin fram víðs vegar í Evrópu og sigurvegari keppninnar hér mun taka þátt í lokakeppninni í Evrópu þegar takmörkunum vegna Covid linnir. Hér verður keppt í nokkrum flokkum. Geta gestir hátíðarinnar greitt atkvæði rafrænt um Götubita fólksins en sérstök dómnefnd mun velja besta íslenska götubitann í ár.

Á hátíðinni má finna alla helstu matarvagna og seljendur götubita hér á landi, alls 22 vagna og bása. Einnig verða á svæðinu uppblásinn írskur pöbb, bjórbíllinn, plötusnúðar, Dj Karítas, Krónuhjólið, Símabíllinn, leiktæki fyrir börnin, sex hoppukastalar, vatnaboltar og leikvöllur fyrir Nerf-leikfangabyssur.

Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert