Pítsuáleggið sem brýtur öll lögmál

Eigendur staðarins Smashed Tomato Pizza.
Eigendur staðarins Smashed Tomato Pizza. Mbl.is/SWNS

Ávextir á pítsu hafa verið vinsælir til margra ára, eins og til dæmis ananas – þó að menn séu mishrifnir af slíku sem áleggi. En hér er pítsa sem brýtur alla skala og þykir hreinasta ljúfmeti.

Um er að ræða svokallað hitabeltisálegg, eða banana, sem er að gera góða hluti á pítsustaðnum Smashed Tomato Pizza í Bretlandi. Auk annars áleggs á umræddri pítsu eru beikon og bbq-sósa – og þykir samsetningin stórkostleg. Eigandi staðarins segir pítsuna hafa sjokkerað marga í fyrstu en sé núna sú vinsælasta á matseðli  fólk sæki í bökuna aftur og aftur.

Innblásturinn að pítsunni sækir eigandinn til bernskuferðalega til Suður-Afríku, þar sem samsetningin bananar og beikon er stöðluð.

Pítsa með bönunum, beikon og bbq sósu!
Pítsa með bönunum, beikon og bbq sósu! Mbl.is/SWNS
Mbl.is/SWNS
mbl.is