Eldhúsgræjan sem oftast gleymist að þrífa

Við megum alls ekki gleyma að þrífa háfinn í eldhúsinu …
Við megum alls ekki gleyma að þrífa háfinn í eldhúsinu - hann er haugaskítugur. mbl.is/

Það er alls ekki óalgengt að fólk gleymi að þrífa háfinn í eldhúsinu en það er mjög auðvelt að taka ristina niður sem dregur í sig öll óhreinindin – og þetta er besta leiðin til að þrífa grindina.

Skref fyrir skref

  • Látið grindina liggja í heitu sápuvatni í klukkustund.
  • Stráið einum bolla af natroni yfir grindina, sem tekur öll auka óhreinindi og bletti.
  • Skolaðu og smelltu grindinni inn í uppþvottavél.
  • Leyfðu grindinni að þorna vel áður en þú smellir henni aftur upp í háfinn.
Mbl.is/davewomach.com
mbl.is