Húsráðið sem sagt er það skásta gegn lúsmýinu

Hér má sjá bit eftir lúsmý.
Hér má sjá bit eftir lúsmý. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örvinglaðir útilegugarpar flýja nú umvörpum innsveitir landsins vegna ágangs lúsmýs. Fyrri ráðleggingar matarvefjarins um lavender og viftur virðast ekki duga þótt þær hjálpi til. Sama virðist gilda um net og eitranir en eitt er það ráð sem virðist koma að notum eftir að búið er að bíta og það er að hita teskeið og setja á bitin.

Á það að draga úr virkni andstyggilegra ensíma sem valda fórnarlömbunum miklum þjáningum. Það eina sem þarf að gera er að hita skeiðar og setja á bitin.

Eini gallinn er – eins og ferðalangur nokkur hafði á orði – að viðkomandi lítur út eins og harðkjarnafíkniefnaneytandi, en hver er að pæla í því ...

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert