Selja dýrasta fisk heims á sama verði og fisk dagsins

Sigurður Gíslason ásamt fiskinum sem kom óvænt í trollið.
Sigurður Gíslason ásamt fiskinum sem kom óvænt í trollið.

Það heyrir alltaf til stórtíðinda þegar bláuggatúnfiskur veiðist enda er slíkur fiskur eitt það allra mesta fágæti sem til er. Sem dæmi um það seldist 300 kílóa fiskur á fiskmarkaðinum í Tókíkó fyrir 3 milljónir dollara sem eru rétt um 370 milljónir íslenskra króna. Var kílóverðið þar því vel yfir milljón króna.

Veitingamaðurinn Sigurður Gíslason á GOTT í Vestmannaeyjum, lumar nú á einum slíkum í  sem kom í trollið hjá Heimaey sem er á makrílveiðum. Um er að ræða 400 kílóa fisk sem Sigurður er þessa stundina að bjóða gestum upp á en í stað þess að sprengja upp verðið selur hann steikina á sama verði á fisk dagsins sem hlýtur að teljast ansi raunsnarlegt.

„Svona steik myndi kosta átta eða níu þúsund krónur á veitingahúsi í París eða New York. Við erum að selja þetta á sama verði og fisk dagsins. Bláuggatúnfiskurinn er algjört sælgæti og ég vil frekar selja hann með þessum hætti til að fólk geti fengið að njóta hans en viðtökurnar hafa verið frábærar og við hvetjum fólk til að koma og smakka. Ég vil alls ekki þurfa að frysta hann því hann er lang bestur ferskur,“ segir Sigurður og má búast við að margur matgæðingurinn geri sér ferð til Vestmannaeyja um helgina til að smakka þennan dásamlega fisk.

Dýrindis túnfisk taco er meðal þess sem boðið er upp …
Dýrindis túnfisk taco er meðal þess sem boðið er upp á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert