„Við erum öll hætt - afsakið óþægindin sem það kann að valda“

AFP

Starfsmenn á Burger King nokkrum í Nebraska–ríki í Bandaríkjunum fengu á dögunum endanlega nóg af slæmum aðstæðum á veitingastaðnum og sögðu upp.

Þeir gerðu það þó með ögn dramatískari hætti en venjan er því á nærliggjandi Burger King skilti skrifuðu þau „við erum hætt – afsakið óþægindin sem það kann að valda.“

Að sögn Rachel Flores sem var yfirmaður útibúsins sem um ræðir voru aðstæður starfsmanna með öllu óviðundandi og þrátt fyrir að ítrekað væri búið að óska eftir betrumbótum var ekki orðið við þeim. Því hafi starfsmennirnir hætt og í kjölfarið var hún rekin. 

Forsvarsmenn Burger King hafa ekki tjáð sig um málið en frétt People um málið á nálgast hér auk þess sem viðtal við Rachel Flores má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert