Eftirrétturinn sem er að trylla tjaldsvæðin

Ljósmynd/Delish

Vissuð þið að til er tegund af eftirrétti sem er sérhannaður fyrir útilegur. Svo góður er hann að Matarvefnum hafa borist fregnir af uppþotum á tjaldsvæðum landsins þar sem slegist hefur verið um síðustu bitana.

Hægt er að útfæra þennan rétt á ýmsa vegu en hér er útgáfa þar sem Oreo kex, kökudeig og sykurpúðar eru í aðalhlutverki.

Eftirrétturinn sem er að trylla tjaldsvæðin

  • 500 g súkkulaðibitakökudeig
  • 8-10 Oreo kexkökur, brotnar í stóra bita
  • 1 bolli litlir sykurpúðar
  • Ís eða þeyttur rjómi. Einnig er hægt að nota tilbúinn rjóma.

Aðferð:

  1. Hér leikur steypujárnspanna aðalhlutverkið til að eftirrétturinn líti sem best út.
  2. Myljið kökudeigið niður og setjið í pönnuna ásamt kexinu og sykurpúðunum.
  3. Setjið álpappír yfir og setjið á grillið. Bakið uns kökudeigið er farið að brúnast og sykurpúðarnir eru bráðnaðir. Þetta ætti að taka um tíu mínútur eða svo.
  4. Berið fram með ís eða rjóma.
mbl.is