Jarðaberjadesert drauma þinna

Sykraður og sætur desert!
Sykraður og sætur desert! Mbl.is/Jonathan Boulton

Halló halló! Hvar hefur þessi desert verið alla okkar tíð? Megum við kynna jarðaberjadesert sem þig hefur einungis dreymt um til þessa – svo er hann sáraeinfaldur og ómótstæðilega góður. Við erum að tala um jarðaber, dýft ofan í sykurpúða og flame-að á grillinu.

Jarðaberjadesert drauma þinna

  • 24 jarðaber
  • Sykurpúðar
  • Grillpinnar

Aðferð:

  1. Setjið jarðaberin upp á pinna (eitt ber fremst á pinna).
  2. Hitið sykurpúða í 5 sekúndur í örbylgjuofni þannig að þeir bráðni.
  3. Dýfið jarðarberjunum hálfum ofan í sykurpúðana.
  4. Hitið yfir grilli eða opnum eldi og berið fram.
mbl.is