Kramdi vatnsmelónu með lærunum

Kelly Ripa og Mark Consuelos hafa verið gift í aldarfjórðung …
Kelly Ripa og Mark Consuelos hafa verið gift í aldarfjórðung og eru bæði mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Instagram

Þetta er mögulega ein undarlegasta fyrirsögn sem skrifuð hefur verið í dag en sönn engu að síður. Bandaríski leikarinn Mark Consuelos, sem er íslenskum netflixáhorfendum vel kunnur fyrir hlutverk sitt í Riverdale-þáttunum, skemmti sjónvarpsáhorfendum á dögunum þegar hann kramdi melónu milli fótanna. 

Gjörningurinn fór fram í morgunþætti eiginkonu hans, Kelly Ripa, og Ryans Seacrests og eins og sjá má fór Consuelos létt með verkið.

mbl.is