Ræktaði hvítlauk á stærð við smákrakka

Litla skottan er hæstánægð með laukinn sem mælist hærri en …
Litla skottan er hæstánægð með laukinn sem mælist hærri en hún sjálf. Mbl.is/Mercury Press & Media

Við erum að tala um hvítlauk af stærðinni 127 cm, sem spratt upp úr venjulegum bakgarði í heimahúsi. En þessu átti kona að nafni Brooke Spiller ekki von á er hún tók upp laukana sem voru stærri en tveggja ára dóttir hennar, sem er rétt undir metra á hæð.

Laukurinn kallast „elephant garlic“, sem er þó ekki þekktur fyrir að vera í yfirstærð. Spiller hefur til þessa tekið upp 17 lauka, en á enn eftir að taka upp 24 – svo það er nóg til af lauk til að gæða sér á. Hún hefur verið dugleg að koma lauknum út á nánustu ættingja og vini til að láta ekkert fara til spillis.

Mbl.is/Mercury Press & Media
Mbl.is/Mercury Press & Media
mbl.is