Borgaði 25 þúsund krónur fyrir franskar kartöflur

Við erum formlega búin að finna dýrustu frönskur í heimi og hefur heimsmetabók Guinness staðfest það. Þær er að finna á veitingastaðnum Serendipity3 í New York og eru steiktar upp úr gæsafitu, úðaðar með kampavínsediki og kryddaðar með truffludufti. Að síðustu er gullhúðuðu trufflusalti sáldrað yfir og kartöflurnar loks reiddar fram á Baccarat-kristalsdiski.

mbl.is