Pastarétturinn sem tikkar í öll box

Ljósmynd/Halla Bára Gestsdóttir - Home & Delicious

Hann er einfaldur, fram úr hófi bragðgóður, ilmar einstaklega vel og kemur öllum í betra skap. Hér er undurfagur pastaréttur úr smiðju Höllu Báru Gestsdóttur sem ætti engan að svíkja.

Sítrónupasta með rjómaosti

Fyrir fjóra

  • 500 g tagliatelle
  • 500 ml rjómi frá Gott í matinn
  • 3 msk. ferskur sítrónusafi
  • 2 msk. sítrónubörkur, fínt rifinn
  • 100 g hreinn rjómaostur frá MS
  • 3 msk. parmesanostur eða Goðdala-Feykir
  • salt og svartur pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakka.
  2. Hellið rjóma á pönnu, setjið sítrónusafa og sítrónubörk saman við. Hafið vægan hita undir pönnunni og komið upp suðu.
  3. Látið malla á meðalhita í fimm mínútur. Setjið rjómaost saman við og látið hann bráðna.
  4. Stráið parmesanosti eða Feyki yfir og hrærið.
  5. Smakkið til með salti og pipar.
  6. Hellið af pastanu en alls ekki láta það þorna í sigtinu.
  7. Setjið það strax á pönnuna með sósunni og blandið saman.
  8. Berið fram og stráið smá parmesanosti eða Feyki yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert