Algengustu mistök sem fólk gerir þegar það fer í frí

Ljósmynd/Thinkstockphotos

Það fylgir því yfirleitt mikil tilhlökkun að fara í frí enda langþráð hjá flestum. Það skiptir miklu máli að ganga rétt frá heimilinu áður en farið er af stað því annars getur heimkoman verið heldur dapurleg.

Hér eru helstu atriði sem þarf að hafa í huga en þetta eru jafnframt algengustu mistökin sem fólk gerir þegar þegar heimilið er yfirgefið.

Tæmdu ís­skáp­inn. Fjar­lægðu alla þá vöru sem get­ur skemmst úr ís­skápn­um. Það seg­ir sig sjálft að úld­in mjólk og mygluð skinka í opnu bréfi er ekki það sem maður ósk­ar sér þegar heim er komið úr frí­inu.

Farðu út með ruslið. Þessu mik­il­væga atriði gleyma ansi marg­ir og það gef­ur eig­in­lega auga­leið að rusl fer að lykta eft­ir ákveðinn tíma.

Tæmdu þvotta­vél­ina. Það hef­ur gerst ... oft­ar en einu sinni að það gleym­ist í öll­um æs­ingn­um fyr­ir ferðalagið að tæma þvotta­vél­ina. Það er því ansi fúl fýla sem tek­ur á móti manni þegar vél­in er opn­uð og alls ekki það sem maður þarf á að halda.

Settu blóm­in sem þarfn­ast vökv­un­ar í baðkarið. Tobba kenndi okk­ur þetta góða ráð og full­yrðir að það svín­virki.

Lækkaðu á ofn­un­um. Gott er að draga úr rennsli heita vatns­ins á meðan húsið er mann­laust. Lækkaðu ör­lítið á ofn­un­um en aðallega er þetta gert til að passa að það leki hvergi í gegn. Slíkt get­ur nefni­lega kostað skild­ing­inn.

Lokaðu glugg­un­um. Bara svo það komi eng­ir óprúttn­ir aðilar inn ... eins og bóf­ar, vesp­ur og kett­ir.

Skildu eft­ir eitt eða tvö ljós. Þá er eins og ein­hver sé heima og slíkt fæl­ir inn­brotsþjófa frá.

Hafðu út­varpið í gangi. Þá er eins og ein­hver sé heima og slíkt fæl­ir inn­brotsþjófa frá.

Fáðu þér gelt­vél. Þetta er kannski fulllangt gengið og við vit­um ekki hvort svona vél er til en ef það væri til gelt­vél með hrey­fiskynj­ara væri það frek­ar svalt.

Fáðu ná­granna til að setja rusla­poka í tunn­una þína. Fyrsta sem bóf­ar tékka á er hvort tunn­an sé tóm. Ef ná­grann­arn­ir standa sam­an, fylla tunn­ur og fjar­lægja póst úr bréfal­úg­um/​póst­köss­um, er ekki ens og húsið sé tómt.

mbl.is