Silli kokkur sigraði annað árið í röð

Götubitahátíð Íslands 2021 fór fram síðustu helgi í Hljómskálagarðinum þar sem var haldin keppnin „Besti götubiti Íslands“ í samstarfi við European Street Food Awards.

Dómnefnd skar úr um eftirtalinna flokka: Besti götubitinn, besti grænmetisrétturinn, besti smábitinn, og svo kaus almenningur um götubita fólksins.

Dómnefndina skipuðu Óli Óla veitingamaður, Binni Löve áhrifavaldur, Helgi Svavar matgæðingur, Shruthi Basapa frá Grapevine og Sefanía Thors húsmóðir. Yfir 15.000 manns mættu á hátíðina og voru úrslit eftirfarandi: 

Besti götubiti Íslands 2021  efstu þrjú sætin

  1. Silli kokkur
  2. Reykur BBQ
  3. Just Wingin It  Vængjavagninn

Besti grænmetisrétturinn 2021

  • Chikin

Besti smábitinn 2021

  • Chikin

Götubiti fólksins 2021

  • Just Wingin It – Vængjavagninn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert