Uppáhaldssalatið hennar Höllu

Girnilegt salat í boði Hjá Höllu í Grindavík.
Girnilegt salat í boði Hjá Höllu í Grindavík. Ljósmynd/Instagram_Hjá Höllu

Þegar ein af betri matstofum landsins gefur uppskriftir á samfélagsmiðlum getum við ekki annað en deilt þeim áfram enda er „Hjá Höllu“ ávallt ljúffengur matur og notaleg stemning. Halla deildi nýverið uppskrift á Instagram-story, þar sem hún setti inn uppskrift að uppáhaldssalatinu sínu.

Hjá Höllu

Uppáhaldssalatið hennar Höllu

  • Grænkál
  • Ólífuolía
  • 1 gráðostur
  • 1 pera
  • Mikið af ristuðum furuhnetum

Aðferð:

  1. Setjið ólífuolíu í skál og brytjið gráðostinn út í.
  2. Hellið yfir grænkálið.
  3. Skerið peruna í bita og stráið yfir salatið ásamt furuhnetunum.
mbl.is