Eftirrétturinn sem sumarið á ekki séns í

Grillaðar nektarínur með hnetumulningi og karamellusósu.
Grillaðar nektarínur með hnetumulningi og karamellusósu. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er á ferðinni eftirréttur sem hleypir vatni í munninn! Þessi ljúffengi og sumarlegi réttur kemur úr smiðju Hildar Rutar sem segir sniðugt að útbúa haframulninginn með fyrirvara og þá sé þægilegt að taka hann með í ferðalögin.

Eftirrétturinn sem sumarið á ekki séns í

Mæli með ½ - 1 nektarínu á mann

  • Ferskar nektarínur
  • Hlynsíróp
  • Vanilluís

Karamellusósa

  • 120 g Dumle-karamellur
  • 1 dl rjómi

Haframulingur

  • 1½ dl hafraflögur
  • ½ dl kókosmjöl
  • ½ dl hveiti
  • ½ dl sykur
  • 80 g smjör við stofuhita

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa haframulning. Skerið smjörið í litla bita og blandið öllu saman með höndunum. Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 12-15 mínútur við 190°C eða þar til blandan verður gyllt og stökk. Það þarf að hræra í blöndunni nokkrum sinnum á meðan hún er að bakast en hún á það til að brenna og það þarf að fylgjast vel með.
  2. Því næst er sósan útbúin. Bræðið Dumle-karamellurnar og rjóma í potti við vægan hita. Bætið aðeins mjólk saman við ef þið viljið hafa sósuna þynnri.
  3. Skerið nektarínurnar til helminga og takið steininn úr. Penslið þær með hlynsírópi ca 1 tsk. á hvern helming.
  4. Setjið nektarínurnar með skornu hliðina niður á grillið í 4-5 mín­út­ur, snúið svo við og grillið áfram í 2-3 mín­út­ur.
  5. Berið fram með vanilluís, karamellusósunni og haframulningnum. Njótið vel!
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert