Unaðslegt pastasalat með parmaskinku

Ljúffengt og lekkert pastasalat með parmaskinku.
Ljúffengt og lekkert pastasalat með parmaskinku. Mbl.is/Bobedre_Tia Borgsmidt__Lone Kjær

Þessi pastaréttur er ekki bara bragðgóður, því hann er líka svo lekker að gaman er að bera hann á borð. Parmaskinka, spínat og parmesan ásamt heimagerðri tómatsósu sem er gott að eiga í frysti og grípa í þegar tíminn er naumur.

Unaðslegt pastasalat með parmaskinku

  • 300 g pasta
  • 200 g ferskt spínat
  • 70 g parmaskinka
  • Parmesanostur
  • Fersk basilika
  • Flögusalt og pipar

Tómatsósa

  • 1 laukur
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 1 rauður chili
  • 1 msk ólífuolía
  • 2 dósir pomedorotómatar
  • 2 tsk oregano
  • 1 msk balsamikedik
  • 2 tsk púðursykur
  • Raspaður börkur af 1 sítrónu
  • Flögusalt og pipar

Aðferð:

  1. Tómatsósa: Saxið lauk og chili, og merjið hvítlaukinn.Hitið olíu í potti og steikið lauk og chili. Bætið þá tómötum, oregano og ediki saman við – og látið sjóða í 5 mínútur. Smakkið til með púðursykri, sítrónuberki, flögusalti og pipar.
  2. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum og bætið spínatinu saman við út í vatnið, rétt undir lokin á suðutímanum.
  3. Veltið pastanu upp úr tómatsósunni eftir smekk. Hægt er að frysta afgangs sósu og eiga til góða ef hún er ekki öll notuð í réttinn.
  4. Setjið í stóra skál og blandið parmaskinku saman við.
  5. Rífið parmesan ost yfir og toppið með ferskri basiliku.
  6. Kryddið með salti og pipar og berið fram.

Uppskrift: BoBedre

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert