Uppáhalds pítsuuppskriftir Önnu Mörtu

Annar Marta setur heilsuna í fyrsta sæti og þar spilar …
Annar Marta setur heilsuna í fyrsta sæti og þar spilar mataræðið stóran þátt. Hún framleiðir pestó og döðlumauk undir eigin nafni sem er hreint út sagt ómótstæðilega gott. mbl.is/Mynd aðsend

Hér eru hvorki meira né minna en tvær uppskriftir að pítsum sem henta hvaða vikudag sem er – enda hollar, bragðgóðar og einnig gúrme fyrir augað.

Það er líkamsræktar- og matarþjálfarinn Anna Marta sem deilir  með okkur uppskriftunum, en hún á heiðurinn að ómótstæðilegu pestói og döðlumauki sem hún framleiðir undir eigin nafni og notar á pítsurnar.


„Ég framleiði vörur undir nafninu ANNA MARTA PESTÓ – sem eru hreinar vörur og innihalda engin aukaefni, allt unnið úr íslenskum hráefnum. Pestóið er vegan, sykurlaust og glúteinlaust og döðlumaukið er einnig vegan, án viðbætt sykurs og glúteinlaust“, segir Anna Marta.

Vörurnar fást í  Hagkaup, Krónunni, Nettó, Veganbúðinni, Melabúðinni, Fiskikónginum og Fiskkompaníinu Akureyri. Hægt er að skoða nánar á heimasíðu Önnu Mörtu HÉR eða á Instagram HÉR

Uppáhalds pítsuuppskriftir Önnu Mörtu

Grænmetispítsa

  • Liba original-pitsubotn (finnst í frystideildum flestra verslana)
  • 2-3 msk. Döðlumauk ANNA MARTA
  • Mozzarella-ostur, að vild
  • 1/4  rauðlaukur  skorin í sneiðar
  • 1/2 kúrbítur skorin í þunnar sneiðar, gott að nota ostaskerara
  • 1/2 paprika skorin í bita
  • 2-3 msk Pestó ANNA MARTA

Aðferð:

  1. Smyrjið döðlumauki yfir botninn og setjið mozzarella-ost þar ofan á.
  2. Bætið grænmetinu yfir botninn  og bakið í ofni í 10 mín.
  3. Setjið síðan ykkar uppáhalds ferska salat yfir og nóg af PESTÓ

Kúrbítspítsa

  • Liba original-pitsubotn (finnst í frystideildum flestra verslana)
  • 2-3 msk. pestó ANNA MARTA
  • 1 kúrbítur, þunnt skorinn
  • Mozzarella-ostur, að vild
  • 1 avókadó, skorið í sneiðar
  • Ferskt grænmeti að eigin vali

Aðferð:

  1. Smyrjið pestói yfir botninn og setjið mozzarella-ost þar ofan á.
  2. Bætið þunnt skornum kúrbít yfir og bakið í ofni í 10 mín. Setjið síðan avókadósneiðarnar yfir og einnig er gott að setja meira pestó yfir pitsuna fullbakaða.
Grænmetispítsa með döðlumauki og kúrbít.
Grænmetispítsa með döðlumauki og kúrbít. mbl.is/Mynd aðsend
Kúrbítspítsa með pestó og avókadó.
Kúrbítspítsa með pestó og avókadó. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert