Eldaði morgunverð að íslenskum hætti

Ljósmynd/skjáskot af YouTube

Meistari Ramsay var hér á landi á dögunum og ákvað í framhaldinu að gera létt matreiðslumyndband þar sem hann heitreykir lax að íslenskum hætti og ber fram með hrærðum eggjum söltuðum með blóðbergssalti.

Eins og sjá má kann hann að elda og spurt er hvort heimamenn taki þetta sér til eftirbreytni og nýjasta æðið á tjaldsvæðum landsins verði heitreyktur lax?

Glöggir úr-áhugamenn reka væntanlega augun í úr frá Gilbert úrsmið en það er greinilega í miklu uppáhaldi hjá kappanum.

@gordonramsayofficial

Sometimes when cooking ##salmon the struggle is real….watch my ##Iceland inspired ##Breakfast on YouTube now ! ##tiktokcooks

♬ original sound - Gordon Ramsay

mbl.is