Húsráðið sem er svo snjallt að þig hefði aldrei grunað

Brokkolí er grænt og gott!
Brokkolí er grænt og gott! Mbl.is/eatgood4life.com

Við fögnum öllum þeim góðu húsráðum sem snúa að eldhússtörfum og þetta hér er eitt af þeim.

Þú kannast við að skera brokkólí og það subbast út um allt. Rétt eins og það hafi margfaldast yfir eldhúsborðið í litlum pörtum. Því þegar grænmeti fer að líða „vökvaskort“ getur reynst erfiðara að skera í gegnum það – það fellur meira í sundur, sem þýðir meiri sóðaskap og hráefnið fer til spillis. En lausnin til að sporna við þessu, eins og til dæmis með brokkólí, er að dýfa því fyrst í sjóðandi heitt vatn í örfáar sekúndur. Einfalt en svínvirkar!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert