Taco-pítsa úr nýja deiginu sló í gegn

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Við sögðum frá því á dögunum að komið væri á markað nýtt pítsudeig sem þætti algjörlega frábært. Þar sem við elskum snjallar lausnir og vörur sem einfalda okkur lífið þá hittir þessi í mark og gott betur.

Berglind Hreiðars á Gotteri.is gerðist svo fræg að baka pístu úr deiginu sem kalla mætti taco-pítsu eða Mexíkópítsu og segir hún að pítsan hafi komið skemmtilega á óvart og klárast upp til agna.

Við trúum því alveg en hér er áleggið sem hún setti á pítsuna:

  • pítsusósa
  • rifinn ostur
  • um 300 g steikt hakk með tacokryddi
  • kirsuberjatómatar
  • nachosflögur
  • sýrður rjómi
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert