Doritos bauð henni fúlgur fjár

Rylee fann þríhyrnda flögu í snakkpoka frá Doritos.
Rylee fann þríhyrnda flögu í snakkpoka frá Doritos. Mbl.is/m0mmymilkerza/9News

Við vitum aldrei hvað leynist í snakkpokanum okkar, en það gæti verið margra aura virði ef marka má nýjustu fréttir af Doritos.

Rylee Stuart er 13 ára Ástrali. Hún var að gæða sér á Doritos er hún rakst á óvenjulega flögu í pokanum – sem var uppblásinn þríhyrningur. Hún ákvað að leggja flöguna til hliðar á meðan hún kláraði úr pokanum og birti síðan myndskeið af flögunni á TikTok, sem og á eBay, þar sem hægt var að bjóða í flöguna. Tilboðin byrjuðu að flæða inn og ekki leið á löngu þar til Doritos hafði samband og bauð henni upphæð sem samsvarar 1,7 milljónum íslenskra króna.

Talsmaður Doritos sagði í samtali að þau hefðu verið svo hrifin af áræði og athafnasemi Rylee, að þau vildu að hún yrði verðlaunuð fyrir sköpunargáfu sína og ást á Doritos-snakkinu.

Það getur margborgað sig að borða snakk!
Það getur margborgað sig að borða snakk! mbl.is/Doritos
mbl.is