Borðar einungis kjöt sem hún veiðir sjálf

Colette Crick veiðir sér til matar með boga og örvum, …
Colette Crick veiðir sér til matar með boga og örvum, og segir próteinríkt mataræði vera það besta fyrir líkamann sinn. Mbl.is/mediadrumworld.com/@bowhuntingca

Kona nokkur sem veiðir sér til matar, hefur sagt frá því hvernig próteinríkt mataræðið hefur bætt heilsu hennar verulega.

Colette Crick, sem búsett er í Suður-Afríku, var oft lasin sem barn og mikið á sýklalyfjum. Hún segir kjötfæði láti hana líða mun betur eftir að hafa prófað annars konar mataræði. Þegar hún var ófrísk að fyrsta barni vildi hún meira jafnvægi í mataræðið og fór að borða meira af ávöxtum og grænmeti – en það setti heilsuna út af sporinu aftur. Hún upplifði ofsakláða og exem og fann fyrir líkamlegum einkennum eins og meltingartruflunum, hálsbólgu, auk dramatískra skapsveifla og kvíða. Það var ekki fyrr en hún sendi hár af sjálfri sér í DNA-greiningu að hún fékk svarið sem hún leitaði að. Hún þjáðist af salísýlatnæmi, en flestar plöntur framleiða náttúrulegt varnarefni sem kallast salisýlsýra og það var ofnæmi fyrir efninu sem olli vandamálum hjá Colette.

Hún segir að um leið og hún hafi hætt að borða grænt fæði og sneri sér aftur að próteinríku mataræði, þá hafi heilsan snúist til hins betra á nokkrum dögum. Það var þá sem hún vildi einnig vera viss um hvaðan fæðan væri að koma og ákvað að snúa sér að veiðimennsku. Hún keypti sér boga og örvar og æfði sig í bogfimi í eitt ár, áður en hún veiddi sitt fyrsta dýr sem var vörtusvín. Hún hefur fengið hörð viðbrögð frá fólki, en fjölskyldan sýnir henni ómældan stuðning.

Colette segir að um 90% af kjötinu sem hún borði séu dýr sem hún veiði sjálf, en hún veiðir um fimm dýr á ári. Sonur hennar þjáist einnig af sama ofnæmi og hann hlakkar til að komast með mömmu sinni á veiðar þegar hann verður stærri. Hún segir jafnframt að þegar heimsendir kemur, þá verði hún tilbúin með sína veiðikunnáttu í höndunum.

Mbl.is/mediadrumworld.com/@bowhuntingca
Mbl.is/mediadrumworld.com/@bowhuntingca
mbl.is