Einn svakalegasti búrskápur allra tíma

Ljósmynd/Farrow & Ball

Við erum miklir talsmenn búrskápa og búra almennt og teljum slíkt undirstöðu góðs heimilishalds. Búrið verður að sjálfsögðu að vera vel skipulagt en ekki er síður mikilvægt að það sé fallegt.

Á ferð okkar um netið rákumst við á mynd af búrskáp inni á síðu Farrow & Ball sem framleiðir málningu og hjarta okkar tók kipp.

Við erum að tala um fallega bleikt rými og við nánari gúglun fundum við ýmis önnur máluð í sama lit sem kallast Rangwali.

Ljósmynd/Farrow & Ball
Ljósmynd/Farrow & Ball
Ljósmynd/Farrow & Ball
Ljósmynd/Farrow & Ball
mbl.is