Fólk varað við vinsælu húsráði

mbl.is/Colourbox

Við hér á matarvefnum erum afar hrifin af húsráðum og deilum þeim reglulega með lesendum okkar. Athygli okkar hefur verið vakin á frétt sem við birtum í gær (28.7.) um djúphreinsun á klósettum þar sem lesendum er ráðlagt að blanda matarsóda og ediki saman við klósetthreinsi.

Mikilvægt er að hafa í huga að almennur klósetthreinsir getur innihaldið klór og önnur flókin efnasambönd. Þegar edik blandast saman við klór myndast klórgas sem er hættulegt. Því skal aldrei blanda þessum tveimur efnum saman og reyndar skyldi aldrei blanda neinum efnum saman við klór.

Sé um að ræða klórlausan klósetthreinsi má hins vegar blanda ediki saman við en lesið ávallt leiðbeiningar og gúglið til öryggis það vörumerki sem þið eruð að nota því allur er varinn góður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert