Glænýr staður nefndur í höfuðið á Guðjóni Samúelssyni

Árni Bergþór Bjarnason býður upp á mat í fínni kantinu …
Árni Bergþór Bjarnason býður upp á mat í fínni kantinu og Stellu á krana. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Við bjóðum upp á steik og fisk og mannamat,“ segir Árni Bergþór Bjarnason, eigandi veitingastaðarins Samúelsson matbars, og á við að þarna sé enginn skyndibiti, heldur matur í fínni kantinum.

„Þetta er glænýr staður og er nefndur í höfuðið á Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins sem teiknaði Mjólkurbúið,“ segir Árni.

„Kálfa-ribeye og steikarlokan eru klárlega okkar aðalsréttir, en spjótin eru líka vinsæl. Skelfiskspjótið virðist vera langvinsælast,“ segir Árni, en hann er matreiðslumeistari og vann áður á Grand hóteli.

„Það hefur gengið alveg frábærlega og farið fram úr björtustu vonum. Það er búið að vera mjög gaman en við önnum ekki alltaf eftirspurn,“ segir Árni sem var með lokað þegar blaðamann bar að garði vegna anna um helgina, en var í óða önn að undirbúa kvöldið.

„Það er margt fólk hér núna en þetta er ekkert miðað við um helgina, þá var húsið sprungið! En hér er mikil gleði og ég hef mikla trú á að þetta gangi vel áfram. Þessi miðbæjarkjarni er svo vel skipulagður og svo verður tónleikahús hér við hliðina á. Það var klikkuð stemning hér fyrir utan um helgina í góða veðrinu. Svo má bæta því við að nú er komin Stella á krana á Selfossi!“

Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert