Uppselt þrjá daga í röð

Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta er sama pæling og er í Mathöllinni á Hlemmi, minni matseðill en sömu gæðin og hinir staðirnir bjóða upp á,“ segir Sigurvin Jensson, yfirmaður Flateyjar í Mjólkurbúinu.

„Þetta hefur farið fram úr öllum björtustu vonum, það hefur verið sturlað að gera. Ég vissi ekki að það byggju hundrað þúsund manns á Selfossi,“ segir hann og hlær.

„Það eru allir að koma að skoða þetta og núna í þrjá daga í röð höfum við þurft að loka snemma því við höfum klárað allar pítsurnar okkar. Nú er klukkan þrjú og helmingur af hráefninu búinn. Og okkur vantar starfsfólk. Ég er búinn að vinna ellefu daga í röð, og pítsabakarinn líka. Við fáum ekkert fólk fyrr en í ágúst í fyrsta lagi. Það eru aðrir staðir hér í sömu stöðu, og við þurfum að fá fólk, svo mikið er víst,“ segir Sigurvin. Spurður hvaða pítsa sé vinsælust, svarar hann:

„Umberto-pítsan er langvinsælust. Hún mokast út.“

Sigurvin Jensson segist ekki hafa undan að moka pítsum í …
Sigurvin Jensson segist ekki hafa undan að moka pítsum í viðskiptavinina. Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »