„Við opnuðum 10. júlí og það hefur verið geðveiki síðan.“

Ásdís Ásgeirsdóttir

„Við bjóðum upp á lítil taco sem eru kannski meira í amerískri útgáfu en mexíkóskri,“ segir Árni Evert Leósson, eigandi El Gordito.

„Það hefur verið svo mikið að gera að við höfum ekki náð að bjóða enn upp á allan matseðilinn og höfum því verið að keyra á rækju-, kjúklinga- og rifnum grísa-tacos. Við opnuðum 10. júlí og það hefur verið geðveiki síðan. Við höfum þrisvar fjórum sinnum þurft að loka til að ná að vinna hráefnið. Við kláruðum allt hráefnið um helgina fyrir báða staðina, en ég rek líka pastastaðinn Pasta Romano hér við hliðina á, en við Andri Björn Jónsson erum saman í rekstrinum. Hann er kokkurinn,“ segir Árni og segist bjartsýnn á að það muni ganga vel í haust og vetur.

„Miðað við hvað maður heyrir eru túristar hér 40% af kúnnum, en við erum ekki að skynja það. Hér eru aðallega Íslendingar; mikið fjölskyldufólk. Veðrið hjálpar til og margir á leið út úr bænum, enda oft röð yfir brúna,“ segir hann og sýnir svo blaðamanni pastastaðinn.

„Við búum til okkar eigið pasta frá grunni og erum svo með mismunandi sósur. Við reynum að fara nálægt ítölsku línunni með meira af tómötum og parmesan og minna af rjóma. En rjómapastað hefur verið vinsælast,“ segir hann og brosir.

„Af tacos hefur rifni grísinn verið vinsælastur.“

Ásdís Ásgeirsdóttir
Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »