„Ekki verið dauð stund síðan við opnuðum“

Bárður hefur haft í nógu að snúast frá opnun og …
Bárður hefur haft í nógu að snúast frá opnun og er ánægður með viðtökurnar. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Við sérhæfum okkur í hamborgurum og handverksbjór,“ segir Bárður Árni Wesley Steingrímsson, vaktstjóri hjá Smiðjunni brugghúsi, þegar blaðamaður leit við í upphaf vikunnar.

„Bjórinn er búinn til í Vík í Mýrdal, en hann hefur verið seldur í Vínbúðinni í nokkurn tíma en fyrirtækið var stofnað 2017. Hann er mjög góður, en það eru hér átta tegundir hér á krana,“ segir Bárður og segir þau bjóða upp á mat sem fer sérlega vel með bjórnum.

„Auk hamborgaranna erum við með rif, geggjaðar franskar, „pulled-pork“-samlokur, kjúklingavængi og blómkáls-„vængi“,“ segir Bárður og segir að fólk þurfi að vera óhrætt við að puttarnir verði skítugir.

„Við opnuðum hér 9. júlí og það hefur gengið gríðarlega vel og margt fólk sem hefur flætt hér í gegn,“ segir hann og nefnir að eldhúsið sé opið frá hádegi til tíu á kvöldin, en barinn mun lengur.

„Hingað kemur fjölskyldufólk og um helgar meira yngra fólkið. Nú er mánudagur og það er alveg pakkað! Það hefur ekki verið dauð stund síðan við opnuðum.“

Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »