„Hægt er að ýta á takka og finna lykt af sumrinu“

Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir stingur höfði inn í íslenskt sumar.
Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir stingur höfði inn í íslenskt sumar. Ásdís Ásgeirsdóttir

Á neðri hæð Mjólkurbúsins má finna Ísey Skyr Bar og afar áhugaverða sýningu, Skyrland, sem á eflaust eftir að vekja athygli, jafnt á meðal ferðamanna sem Íslendinga.

„Við erum hér með sýningu um sögu skyrs sem er mjög skemmtileg. Þetta er öðruvísi nálgun á þessa sögu,“ segir Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, rekstrarstjóri Skyrlands og Ísey Skyr Bars.

„Við erum að leggja lokahönd á sýninguna sem opnar innan skamms. Hér er sögð saga skyrs og því mikil tenging við Mjólkurbúið; húsið sem við erum í. Við stílum inn á bæði Íslendinga og útlendinga og munum einnig vera með smakk á skyri. Hér verður hægt að taka á mótum hópum en við höfum fengið inn prufuhópa og erum að þróa smakkið,“ segir Elísabet og segir söluna á skyrbarnum hafa gengið afar vel.

„Það er mjög gaman hér og líf og fjör í húsinu. Alltaf brjálað að gera,“ segir Elísabet og leiðir blaðamann í gegnum sýninguna sem er afar skemmtileg.

„Fyrirtækið Verkstæðið smíðaði sýninguna eftir hönnun Snorra Hilmarssonar leikmyndahönnuðar,“ segir Elísabet sem stingur höfði inn í sérhannaðan glerkassa þar sem má sjá grænt gras og bláan himin. Hún sér ekki út, en blaðamaður sér inn.

„Hér getur maður upplifað íslenskt sumar og hægt er að ýta á takka og finna lykt af sumrinu! Þetta er alveg geggjað.“

Ásdís Ásgeirsdóttir
Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »