Sjúklega lekkert frá Normann Copenhagen

Ótrúlega fallegar terracotta vörur frá Normann Copenhagen.
Ótrúlega fallegar terracotta vörur frá Normann Copenhagen. Mbl.is/Normann Copenhagen

Eftirsóknarverð terracotta-keramík er nú fáanleg frá vinsæla húsbúnaðarfyrirtækinu Normann Copenhagen.

Junto-vörulínan sækir innblástur í hefðbundna spænska terracotta-keramík – í nútímalegri og skandinavískri túlkun. Hér sjáum við úrval af bollum, karöflum, skálum og diskum – auk olíu- og edikflaskna sem og salt- og piparstauka. Vörurnar hannaði hinn þekkti Simon Legald sem hagnýta hönnun fyrir heimilið, en jafnframt glæsilega.

Mbl.is/Normann Copenhagen
Mbl.is/Normann Copenhagen
Mbl.is/Normann Copenhagen
Mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is