Sturlaðasta matartrendið til þessa

Frosið hunang er hreinasta sælgæti.
Frosið hunang er hreinasta sælgæti. mbl.is/foodmatters.com

Já, þetta mun vera ein af þeim matarnýjungum sem við köllum annaðhvort gargandi snilld eða tóma vitleysu. Það er kannski þitt að dæma?

Megum við kynna frosið hunang! Það virðist vera það sem tröllríður samfélagsmiðlum þessa dagana og þykir ómótstæðilegt snakk. Þú einfaldlega setur litlar skvettur af hunangi á bökunarpappír á plötu og inn í frysti í sirka sex tíma. Hér sjáum við líka fyrir okkur að fylla ísmolabox eða annað ílát sem auðvelt er að frysta.

Hér má sjá tilraun að mismunandi hunangi inn í frysti.
Hér má sjá tilraun að mismunandi hunangi inn í frysti. Mbl.is/Alexis Morillo
mbl.is