Fær sér bara eina kartöfluflögu

Jennifer Aniston á forsíðu nýjasta tölublaðs InStyle.
Jennifer Aniston á forsíðu nýjasta tölublaðs InStyle.

Sumir hafa meiri sjálfsaga en aðrir og sjálfsagt er Jennifer Aniston þar fremst í flokki en í viðtali við nýjasta tölublaði tímaritsins InStyle segist hún hafa svo mikinn sjálfsaga að hún geti opnað sælgætispoka eða snakkpoka og bara fengið sér einn bita. Á hún þá við eina kartöfluflögu eða eitt M&M – sem er frekar aðdáunarvert!

Hún drekki sjaldan áfengi og þá annaðhvort martini eða margaritu. Hún kveðst ekki hrifin af framandi drykkjum og fái sér bara einn til tvo drykki.

Aniston er 52 ára gömul og er glæsileg sem aldrei fyrr.

mbl.is