Hvatti Airbnb leigjendur til að pissa sitjandi

Gistiþjónusta Airbnb hefur verið vinsæl í gegnum árin.
Gistiþjónusta Airbnb hefur verið vinsæl í gegnum árin. Mbl.is/Airbnb

Gestgjafi nokkur á Airbnb var staðráðinn í að halda baðherberginu tandurhreinu á meðan íbúðin var í útleigu og skildi eftir langan lista fyrir gestina til að gera slíkt hið sama. Listinn var í raun nokkurs konar leiðbeiningar, hvernig þú átt að halda baðherberginu eins hreinu og mögulegt er og leigjandinn deildi listanum á Twitter, sem hljóðaði nokkurn veginn á þessa leið.

  • Þurrkaðu speglana eftir sturtuferð, eins vaskinn og gólfið.
  • Ekki skilja eftir „bremsuför“ í klósettinu og þrífðu það vel frá salernisbrún að innan.
  • Áður en þú ferð í sturtu, skaltu leggja meðfylgjandi baðmottu á gólfið. Og eftir sturtu, skaltu setja mottuna á ofninn til að þorna. Ef þú ert líkleg/ur til að skvetta mikið af vatni þegar þú notar vaskinn, skaltu gera slíkt hið sama með mottuna þar.
  • Notið sköfu til að skafa allt vatn á sturtugleri, flísum og glugga í rýminu.
  • Karlkyns gestir eru hvattir til að setjast niður er þeir pissa.

Airbnb krefst eingöngu að þú skilir gististaðnum í sama standi og þú komst að honum, en það eru misjafnar kröfurnar sem leigjendur setja á gesti sína. Hefur þú lent í álíka dæmi? Væri gaman að heyra! Við erum nokkuð viss um að lesendur matarvefsins myndu rúlla upp öllum þrifum, miðað við öll húsráðin sem finnast á vefnum okkar.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Listinn sem birtist á Twitter.
Listinn sem birtist á Twitter. Mbl.is/Twitter/Ian Hickton
mbl.is