Magnaður mexíkóskur kjúklingaréttur

Ljósmynd/Una Guðmundsdóttir

Una Guðmunds galdar hér fram geggjaðan mexíkóskan rétt sem ætti að slá í gegn á hverju heimili.

Una segir að hér sé á ferðinni afar góður kjúklingaréttur sem sé tilvalið að gera um helgina. Rétturinn krefjist lítils undirbúnings og henni þyki hann alltaf jafn góður.

Magnaður mexíkóskur kjúklingaréttur

  • 4 stk. kjúklingabringur
  • 300 g ostasósa
  • 300 g salsasósa
  • 170 g Doritos-snakk (veljið ykkar uppáhaldsbragð)
  • 100 g rifinn ostur
  • 1 dós sýrður rjómi
  • matarolía til steikingar
  • kjúklingakrydd til að krydda bringurnar

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu á pönnu og kryddið bitana vel með kjúklingakryddi.
  2. Blandið ostasósu og salsasósu saman í potti við vægan hita.
  3. Leggið helminginn af sósublöndunni í botninn á eldföstu formi, setjið kjúklingabitana ofan á og brjótið niður snakk yfir, endurtakið tvisvar. Stráið svo rifnum osti yfir ásamt því að setja nokkrar klípur af sýrðum rjóma aðeins yfir réttinn.
  4. Eldið í ofni í 25-30 mínútur á 180 gráðum.
  5. Berið fram með góðu salati og sýrðum rjóma til hliðar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert