Grillað lambainnanlæri sem tryllir matargesti

Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

Það er nákvæmlega ekkert meira viðeigandi á degi sem þessum en gott grillað lambakjöt. Hér erum við með bragðsamsetningu sem fær venjulegt fólk til að roðna af gleði. Hvetjum ykkur svo sannarlega til að prófa – lífið verður ekki samt á eftir.

Grillað lambainnanlæri með ólífusalsa

  • 1 kg lambainnanlæri
  • 1 msk. sítrónubörkur, rifinn fínt
  • 1 tsk. chiliflögur
  • 2 msk. oreganó, lauf skorin fínt
  • 1 msk. sjávarsalt
  • 60 ml ólífuolía
  • 8 lítil flatbrauð
  • 60 g grænar ólífur, steinlausar og grófskornar
  • 3 msk. kapers, grófskorið
  • 1 hnefafylli steinselja, skorin smátt
  • ½ hnefafylli basilíkulauf, skorin
  • 100 g furuhnetur, ristaðar
  • 140 g hummus, til að bera fram með

Leiðbeiningar

  1. Setjið sítrónu, chili-flögur og salt í litla skál og blandið. Dreypið 1-2 msk. af olíu yfir lambið og sáldrið saltblöndunni yfir allt kjötið.
  2. Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita. Grillið lambið í u.þ.b. 4 mín. á hvorri hlið. Lækkið örlítið undir grillinu, setjið á lok og grillið kjötið í 4-5 mín. til viðbótar, eða þar til kjötið er eldað eftir smekk.
  3. Takið lambið af hitanum og látið hvíla í a.m.k. 5 mín. áður en það er skorið. Penslið flatbrauðið með olíu og grillið í nokkrar sek. á hvorri hlið.
  4. Setjið kapers, steinselju, basilíku, furuhnetur og restina af ólífuolíunni í skál og blandið. Skerið kjötið í sneiðar og berið fram með flatbrauði, ólífusalsa og hummus.
Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert