Myndir þú vilja gista á þessu stórfurðulega hóteli?

Hótelherbergi í anda Willy Wonka.
Hótelherbergi í anda Willy Wonka. Mbl.is/LateRooms

Súkkulaðiaðdáendur takið eftir; hér er hótelherbergi sem þið verið að smakka á.

Fyrirtækið LateRooms hefur í samvinnu við The Chocolate Box Hotel í Bournemouth ákveðið að minnast 50 ára afmælis upprunalegu Willy Wonka-myndarinnar, sem er byggð á bók eftir Roald Dahl. Og þetta hótelherbergi er ekkert grín! Hér geta sælgætisáhugamenn sleikt veggfóður í ýmsum bragðtegundum, notið þess að dýfa ávöxtum og sykurpúðum í súkkulaðigosbrunn og skoðað myndir úr uppáhaldskvikmyndinni sinni.

Baðherbergið er engin undantekning, því hér er sælgæti í krukkum ásamt súkkulaði-ilmandi snyrtivörum, eins fjólublár sloppur og inniskór sem líkjast því sem Wonka sjálfur klæddist í umræddri mynd. Og sé þess óskað er hægt að fá baðkarið fyllt með fljótandi súkkulaði – þá gegn aukagreiðslu.

Hótelherbergið er ekki bara súkkulaði og sætindi, því það inniheldur allan þann munað sem þú óskar eftir í þægindum. Egypsk bómullarsængurver, himneskt rúm og myrkvunargluggatjöld. Hægt er að skoða hótelið nánar HÉR – en við værum svo sannarlega til í að tékka okkur inn eina nótt, þótt ekki væri nema bara til að sleikja veggfóðrið (sem er skipt út eftir hverja dvöl) og skella okkur í bað.

Má bjóða þér að fara í súkkulaðibað?
Má bjóða þér að fara í súkkulaðibað? Mbl.is/LateRooms
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert