Katrín Edda velur vikumatseðilinn

Katrín Edda hugsar vel um mataræðið og er í toppformi.
Katrín Edda hugsar vel um mataræðið og er í toppformi. Mbl.is/Mynd aðsend

Véla- og orkuverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir velur matseðil vikunnar að þessu sinni – hún segir matargerðina hafa breyst eftir Ítalíuferð fyrr í sumar. Katrín, sem búsett er í Þýskalandi, er stödd hér á landi og segir okkur frá nýrri bók sem hún er að gefa út í haust.

„Ég hef seinustu vikur og mánuði verið í rólegheitunum í Þýskalandi að sinna vinnu, mestmegnis að heiman vegna Covid sem og nýta frítíma í æfingar og áhugamál. Ég keyrði reyndar með íslenskri vinkonu minni í byrjun júlí til N-Ítalíu þar sem við vinkonurnar vörðum átta dögum á ítölskum vínekrum, borðuðum góðan mat, skoðuðum strendur, fórum í göngur og nutum sólarinnar. Ég hélt alltaf að mexíkóskur matur væri uppáhaldsmatargerðin mín en eftir þessa ferð hefur það klárlega breyst í ítalskt. Ég er ennþá að jafna mig eftir pastað sem við fengum þar – ég sem hélt mér fyndist pasta ekkert spes,“ segir Katrín Edda.

Síðustu mánuði hefur Katrín unnið að skrifum og hönnun dagbókar sem hún segist vera mjög spennt fyrir. „Ég er mjög skipulögð, lærdómsfús og metnaðargjörn og elska að pæla í því hvernig ég get komið inn góðum venjum og náð markmiðum mínum á sem skilvirkastan hátt. Bókin er hönnuð með það að leiðarljósi og kemur út í október,“ segir Katrín Edda í samtali.

Katrín er sem áður sagði nýkomin til landsins og ætlar að dvelja hér næstu þrjár vikurnar í faðmi fjölskyldu og vina. Og mest hlakkar hún til að gæða sér á íslenskum fiski og njóta íslenska sumarsins – sem á engan sinn líka. „Þá meina ég ekki rigningu og slyddu, heldur íslenskt sumar með sól og hrossagaukum  svo það er eins gott að það standist,“ segir Katrín Edda og bætir við: „En að öllu gríni slepptu, þá er ég orðin svo meðvirk eftir tæp níu ár í Þýskalandi, að ég elska íslenskt veðurfar í allri sinni dýrð og slyddum  og hlakka til að anda að mér fersku loftinu í alvöruhvassviðri á meðan ég held mér fast í staur svo ég fjúki ekki burt,“ segir Katrín Edda að lokum.

Fyrir áhugasama, þá er Katrín Edda virk á samfélagsmiðlum og birtir myndir og myndbönd frá daglegu lífi á Instagram HÉR.

Mánudagur:

Þriðjudagur:

Miðvikudagur:

Fimmtudagur:

Föstudagur:

Laugardagur:

Sunnudagur:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert