Sjúklega snjallt kjúklinga-trix hjá Guðrúnu Ýri

Guðrún Ýr - matarbloggarinn og „hakkarinn“ í eldhúsinu.
Guðrún Ýr - matarbloggarinn og „hakkarinn“ í eldhúsinu. mbl.is/Instagram_döðlurogsmjör

Við sögðum ykkur nú á dögunum, frá stórkostlegu ráði sem matarbloggarinn Guðrún Ýr deildi á Instagram – en hún hefur gefið okkur enn eitt „hakkið“ til að fara eftir.

Guðrún Ýr, sem er í fæðingarorlofi þessa dagana, er nýtin á tímann ef marka má þau góðu ráð sem hún deilir á síðunni sinni Döðlum og smjöri. Í síðustu viku fengum við að sjá kartöflutrix og að þessu sinni sýnir hún okkur hvernig rífa megi kjúklingakjöt á einfaldan máta, til að það verði „tætt“. Guðrún var að matreiða enchiladas og setti kjúklinginn í hrærivélina til að tæta hann betur niður. Þannig sparar þú bæði tíma og það verður mun auðveldara að blanda honum saman við önnur hráefni.

Mbl.is/Instagram_Döðlur og smjör
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert